Söluráðgjafar Tandurs sjá um reglubundið eftirlit hjá viðskiptavinum. Þeir sjá m.a. um tilboðsgerð, skráningu pantana, leiðbeiningar um notkun efna og áhalda, uppsetningu og viðhald þrifaáætlana, kynningu á nýjungum og eftirlit með skömmtunarbúnaði og skömmtun hreinsiefna.