Umhverfisstefna Tandurs hf.

  • Að öll starfsemi fyrirtækisins sé í sátt við umhverfið og mannfólkið.
  • Að viðskiptavinir Tandurs geti treyst því að fyrirtækið sýni gott fordæmi og uppfylli viðeigandi kröfur vegna umhverfismála.
  • Að hafa samvinnu við viðskiptavini um að lágmarka áhrif hreinlætisvara á umhverfið með því að tryggja rétta skömmtun/notkun þeirra (m.a. sérhæfðar skömmtunardælur í því skyni að tryggja rétta skömmtun hreinsi- og sótthreinsiefna, hreinlætispappírs, o.fl.).
  • Að fræða starfsfólk fyrirtækja og stofnana um rétt vinnubrögð (lágmarka efnisnotkun, orkunotkun, slysahættu ofl).
  • Að vinna stöðugt að umbótum á sviði umhverfismála og mengunarvarna og fara að gildandi lögum og reglum um þá málaflokka.
  • Að bjóða fjölbreytt úrval af umhverfisvottuðum hreinlætisvörum og leitast sífellt við að auka hlutdeild slíkra vara í vöruúrvali fyrirtækisins.

 

Umhverfisverkefni sem Tandur er þátttakandi í:

  • Tandur hf. er þátttakandi í nýju og viðamiklu verkefni á vegum Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð (http://festasamfelagsabyrgd.is/). Verkefnið felur í sér að þátttakendur leitast við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif með markvissum aðgerðum.
  • Tandur og Kolviður hafa gert með sér samning um að Kolviður kolefnisjafni útblástur á koltvísýringi (CO2) frá öllum sendibílum fyrirtækisins.
  • Tandur hefur gert samning við ARK eða Klappir um að reikna út „kolefnisfótspor“ fyrirtækisins. Með því næst yfirsýn yfir áhrif rekstursins á umhverfið. Viðskiptavinum mun þá standa til boða að fá samantekt yfir kolefnisfótspor fyrir þær vörur sem þeir versla hjá fyrirtækinu.