Tandur á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2017

Write By: admin Skrifað þann: 30 Jan 2018

Þetta er áttunda árið í röð sem Tandur hf. er á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki hjá Creditinfo (árin 2010 til 2017).

Útnefning þessi er mikill heiður og viðurkenning til Tandurs og starfsfólks. Á listanum fyrir árið 2017 eru 871 fyrirtæki eða sem nemur 2,2% af þeim 38.500 fyrirtækjum sem skráð eru á hlutafélagaskrá á Íslandi.

Þetta er viðurkenning fyrir stöðugleika og ráðdeild í rekstri og þurfa fyrirtækin að uppfylla ákveðin skilyrði er varða rekstur og greiðslugetu í a.m.k. þrjú ár í röð.

Nánari upplýsingar frá Creditinfo má sjá hér.

Gullmerki Creditinfo er veitt þeim fyrirtækjum sem hafa verið á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki fimm ár í röð. Tandur hefur alltaf verið þar á meðal.