Karfa

Eyða körfu

Jafnréttisáætlun og jafnlaunastefna

2022-2025

 

 

Inngangur

Tandur skal vera eftirsóttur vinnustaður þar sem réttindi allra kynja eru höfð að leiðarljósi. Allt starfsfólk á að eiga sömu möguleika á að þroska hæfileika sína í starfi og á ekki að sæta mismun í neinu formi. Starfsfólk Tandur skal ávallt sýna hvert öðru virðingu og vinsemd á vinnustað.

 

Jafnréttisáætlun Tandur byggir á lögum nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Áætlunin sem einnig inniheldur jafnlaunastefnu, var samþykkt af framkvæmdarstjórn fyrirtækisins sem samanstendur af framkvæmdarstjóra, rekstrarstjóra og sölustjóra. Jafnréttisáætlun skal endurskoðuð á þriggja ára fresti sbr. 5. gr. laganna. Áætlunin tekur gildi þegar Jafnréttisstofa hefur samþykkt hana og er aðgengileg á heimasíðu Tandur. Jafnréttisáætlun þessi tekur til allra starfsmanna Tandur.

 

 

Jafnlaunastefna

Jafnlaunastefna Tandur kveður á um markmið og aðgerðir til að tryggja öllum starfsmönnum óháð kyni jöfn laun eða sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Með jöfnum launum er átt við að laun skulu ákveðin á sama hátt fyrir fólk óháð kyni. Eiga þau viðmið ekki að fela í sér kynjamismun.

 

Tandur framfylgir jafnlaunastefnu sinni með eftirfarandi aðgerðum.

  • Innleiðir og viðheldur jafnlaunastjórnunarkerfi í samræmi við kröfur staðalsins ÍST 85.
  • Öðlast jafnlaunavottun í samræmi við 7. gr. laga nr. 150/2020
  • Framkvæmir árlega launagreiningu og kynnir niðurstöðurnar fyrir starfsfólki.
  • Bregst við með útbótum og eftirliti ef kröfur staðalsins eru ekki uppfylltar.

 

 

6 gr. Almenn ákvæði um launajafnrétti:

Við ákvörðun launa skulu allir fá sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf sama af hvaða kyni starfsmaður er.

 

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Uppræta kynbundinn launamun

Nú sem áður verður unnið að stöðugum umbótum jafnlaunakerfa í samræmi við jafnlaunastaðalinn ÍST 85

Mannauðsstjóri

Febrúar ár hvert

Launakönnun

Gera árlega jafnlaunagreiningu og kanna með henni hvort munur sé á launum eða kjörum milli einstaklinga sem vinna sömu eða jafnverðmæt störf.

Jafnlaunanefnd

Febrúar ár hvert

 

 

 

12. gr. Laus störf, starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun

Starf sem laust er til umsóknar skal vera opið fyrir hvaða kyn sem er. Jafnréttissjónarmið skulu metin til jafns við önnur sjónarmið sem ráða við ráðningu. Sérstök áhersla er lögð á að jafna stöðu kynjanna í stjórnunar- og áhrifastöðum. Tryggt er að öll kyn hafi sömu tækifæri til starfsþróunar, símenntun og endurmenntun.

 

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Uppræta kynbundinn launamun

Nú sem áður verður unnið að stöðugum umbótum jafnlaunakerfa í samræmi við jafnlaunastaðalinn ÍST 85

Mannauðsstjóri/

Framkvæmdarstjóri

Árlega

 

Jafn aðgangur að störfum

Í auglýsingum um störf skulu störfin ókyngreind og hvatt til að allir sem hafa tilgreinda hæfni sæki um starfið

Mannauðsstjóri

Þegar ráðningarferli er virkt

Jöfn tækifæri til framgangs í starfi

Jafnréttisnefnd rýnir árlega samantekt upplýsinga um hlut kynjanna hjá Tandur og gætir þess að nýráðningar og tilfærslur í starfi taki mið af jafnréttisáætlun fyrirtækisins. Ef hallar á starfsmann skal jafnréttisnefnd skoða hvaða ástæður liggja að baki. Einnig skal kanna hvort allt starfsfólk hafi verið hvatt til að sækja sér aukinnar menntunar og hafi verið veitt það rými sem þarf til að auka þekkingu sína.

Jafnréttisnefnd

Árlega

 

 

 

 

 13. gr. Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs.

Starfsfólk á að hafa tækifæri til að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu sinni óháð kyni. Starfsmenn eiga að geta notið frítíma síns án óþarfa áreitis frá vinnu. Leitast skal eftir að halda yfirvinnu starfsfólks í algjöru lágmarki svo starfsmenn hafi aukinn frítíma.

 

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

 

Að vera fjölskylduvænn vinnustaður

Í starfsmannakönnun skal kanna hvernig reynsla starfsfólks af samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs er hjá Tandur. Ef kemur í ljós að reynsla kynjanna sé ólík skal skoða betur hvað veldur og grípa til nauðsynlegra aðgerða til að jafna þann mun.

Jafnréttisnefnd

Lokið í desember ár hvert

 

Halda yfirvinnu starfsfólks í lágmarki

Skoða fjölda yfirvinnustunda starfsfólks. Allt skal gert til að tryggja sem minnsta yfirvinnu til að það hafi ekki neikvæð áhrif á einkalíf. Ef þörf er á þá þarf að bregðast við með endurskipulagningu.

Mannauðsstjóri/rekstrarstjóri

 Í janúar ár hvert

 

 

 

14. gr. Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni.

 

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Vinna gegn kynbundnu ofbeldi, kynbundinni og kynferðislegri áreitni

Fræðsla skal vera fyrir starfsfólk um hvað sé einelti, kynbundið og kynferðislegt áreiti og ofbeldi. Einnig að tryggja það að þeir sem eigi að taka á móti tilkynningum varðandi þessi mál fái viðeigandi þjálfun.

Jafnréttisnefnd

Árlega

 

 

 

Jafnréttisáætlun Tandur gildir frá 20.12.2022 skal endurskoðuð á þriggja ára fresti af jafnréttisnefnd, næst í árslok 2025

 

 

Richard Kristinsson, framkvæmdarstjóri

 

Arnar Garðarsson, rekstrarstjóri

 

 

Ekki er til valinn fjöldi af valdri vöru