Karfa

Eyða körfu

Persónuverndarstefna Tandur hf.

 

Fyrirspurnir

Allar fyrirspurnir varðandi persónuvernd má senda á netfangið personuvernd@tandur.is

 

Tilgangur og lagaskylda

Tandur hf. hefur sett sér stefnu og reglur varðandi meðferð persónuupplýsinga til þess að tryggja að fyrirtækið fari eftir lögum íslenska ríkisins nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

 

Hvað eru persónuupplýsingar

Persónuupplýsingar í skilningi stefnu þessarar eru hvers kyns upplýsingar um persónugreindan eða persónugreinanlegan einstakling, þ.e. upplýsingar sem hægt er að rekja beint eða óbeint til ákveðins einstaklings. Gögn sem eru ópersónugreinanleg teljast ekki persónuupplýsingar.

 

Söfnun og meðferð persónuupplýsinga

Tandur vinnur og varðveitir eingöngu upplýsingar sem lög heimila.

Persónuupplýsingar sem Tandur safnar:

  • Samskiptaupplýsingar, nafn, símanúmer og netfang.
  • Starfsheiti og upplýsingar úr samskiptum.
  • Notendaupplýsingar fyrir vefverslun Tandur, nafn, kennitala, heimilisfang og netfang.

 

Auk framangreindra upplýsinga kann Tandur einnig að safna og vinna aðrar upplýsingar sem viðskiptavinir eða forsvarsmenn/tengiliðir viðskiptavinar láta félaginu sjálfir í té sem og upplýsingar sem eru félaginu nauðsynlegar vegna starfsemi þess. Upplýsingarnar eru unnar fyrst og fremst til að geta efnt samninga við viðskiptavini félagsins, en einnig á grundvelli lögmætra hagsmuna okkar af því að tryggja að viðskiptavinir félagsins fái góða þjónustu, s.s. með rannsókn á kvörtunum.

 

Hve lengi eru persónuupplýsingar geymdar

Persónuupplýsingar eru geymdar svo lengi sem nauðsyn ber til í þeim tilgangi sem þeirra var aflað. Geymslutími slíkra persónuupplýsinga fer eftir eðli upplýsinganna og þeim lagareglum sem gilda um viðkomandi vinnslu persónuupplýsinga.

 

Öryggi persónuupplýsinga

Tandur viðhefur viðeigandi öryggisráðstafamir í því skyni að hindra að persónuupplýsingar glatist, breytist, verði birtar eða aðgangur veittur að þeim í leyfisleysi.

Aðgangur er takmarkaður við þá aðila sem nauðsyn ber til. Öryggisráðstafanir eru til staðar sem tryggja öryggi persónuupplýsinga í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.

 

Þinn réttur

Einstaklingur hefur rétt samkvæmt persónuverndarlöggjöf. Ef einstaklingur vill nýta þau réttindi sem hér eru nefnd skal hafa samband við Tandur. Leitast er við að svara og verða við beiðni eins fljótt og auðið er, almennt er miðað við mánaðarafgreiðslu nema um umfangsmiklar beiðnir sé að ræða. Við kunnum að óska eftir viðbótarupplýsingum í tengslum við beiðnir ef þarf til dæmis vegna auðkenningar.

Tandur tekur almennt ekki gjald fyrir afhendingu gagna eða afgreiðslu annarra beiðna. Við áskiljum okkur þó rétt á að innheimta gjald eða synja um afhendingu þegar um er að ræða beiðnir sem eru bersýnilega tilhæfulausar, óhóflegar eða margendurteknar.

Réttur til aðgangs: Einstaklingur á rétt á að óska eftir aðgangi að persónuupplýsingum sínum og að fá afhent afrit upplýsinganna. Með þeim hætti getur hann fullvissað sig um að upplýsingarnar séu réttar og að vinnsla okkar á þeim sé í samræmi við lög.

Réttur til leiðréttingar: Ef einhverjar upplýsingar um einstakling eru rangar eða ónákvæmar á viðkomandi almennt rétt á að láta leiðrétta þær.

Réttur til eyðingar: Í vissum tilvikum getur einstaklingur átt rétt á að láta eyða persónuupplýsingum sem fyrirtækið geymir um viðkomandi. Þetta á einkum við í þeim tilvikum þar sem upplýsingarnar eru ekki lengur nauðsynlegar, ef einstaklingur hefur andmælt vinnslu upplýsinganna (sbr. hér að neðan), ef vinnslan reynist ólögmæt, eða ef vinnslan byggði á samþykki sem einstaklingur hefur síðar afturkallað. Tandur áskilur sér þó rétt til að meta í hvert eitt sinn hvort skylt sé að eyða gögnum.

 

Vefkökur

Vefkökur eru litlar textaskrár sem vafrinn sækir í fyrsta sinn sem farið er á vefsvæði. Vefkökur geyma upplýsingar sem vefsvæðið notar meðal annars til að bæta upplifun notandans og til að fylgjast með og greina notkun á vefsvæðinu. Sjá nánar hér.

Tandur hf. notar vefkökur til að greina notkun á síðunni í því skyni að gera vefinn enn betri og aðgengilegri fyrir notendur og til að auka þjónustustig.

Tandur hf. notar Google Analytics sem safnar vefkökum til vefmælinga. Google Analytics safnar upplýsingum nafnlaust og gefur skýrslur um þróun á vefsvæðum án þess að greint sé frá stökum notendum eða persónuupplýsingum. Þessar upplýsingar má nota við endurbætur á vefnum og þróun hans, t.d. um það efni sem notendur sækjast mest eftir. Upplýsingarnar eru skráðar með aðstoð og notkun á vefkökum. Einnig muna vefkökur fyrri heimsóknir notenda og stillingar notandans yfir ákveðinn tíma. Engar persónulegar upplýsingar eru vistaðar um notendur út frá þessum upplýsingum. Sjá nánar um Google Analytics hér og hér.

Ef þú vilt ekki nota vefkökur er hægt að breyta stillingum í vafranum sem þú notar þannig að þær vistast ekki eða vafrinn biður um leyfi notenda fyrst. Hægt er að nálgast upplýsingar um eyðingu stillinga vefkaka hér.

 

Áframsending persónugreinanlegra gagna til þriðja aðila

Tandur hf. skuldbindur sig til þess að varðveita framangreindar upplýsingar á öruggan og tryggan hátt.

Með notkun okkar á Google Analytics sendum við hins vegar frá okkur ópersónugreinanleg aðgangsgögn, þ.e. hvenær síðan var heimsótt, hversu lengi og hvaðan og þess háttar er greint fyrir tölulegar upplýsingar. Þetta notum við svo til að betrumbæta vefinn okkar.

 

Endurskoðun

Tandur hf. áskilur sér rétt til að breyta þessum skilmálum eftir því sem þörf er á. Við breytingu þá þarft þú að samþykkja skilmálana aftur.

 

 

 

 

 

Ekki er til valinn fjöldi af valdri vöru