Karfa

Eyða körfu

Siðareglur Tandur

 

Siðareglur Tandur ná til allrar starfsemi fyrirtækisins. Þær gilda fyrir alla starfsmenn, verktaka, stjórn og aðra sem koma fram fyrir hönd Tandur.

 

Stjórn og stjórnendum ber að sýna gott fordæmi og fylgja þessum reglum í hvívetna ásamt því að kynna þær vel fyrir sínu starfsfólki.

 

Siðareglunum er ætlað að leiðbeina starfsfólki við framkvæmd daglegra starfa með hagsmuni fyrirtækisins að leiðarljósi. Við upphaf starfs er starfsmanni kynntar siðareglur félagsins og svo eftir því sem þörf er á. Siðareglur Tandur eru aðgengilegar á ytri vef fyrirtækisins.

 

  • Við fylgjum lögum og reglum sem eiga við um starfsemi fyrirtækisins og starfsfólk þess.
  • Við stundum góða og heiðarlega viðskiptahætti.
  • Við erum eitt lið með sterka liðsheild sem leggur sig fram um að búa til góðan og uppbyggjandi starfsanda.
  • Við sýnum hvort öðru virðingu, sanngirni og tökum tillit til allra sjónarmiða.
  • Við komum fram af virðingu við viðskiptavini okkar, birgja og samstarfsfólk.
  • Við berum virðingu fyrir þeim verðmætum sem okkur er treyst fyrir bæði vörum og vinnuumhverfi.
  • Við virðum trúnað við viðskiptavini, birgja og samstarfsfólk.
  • Við mismunum ekki viðskiptavinum, birgjum eða samstarfsfólki.
  • Við tökum ekki með nokkrum hætti þátt í einelti, kynferðislegri- og kynbundin áreitni eða öðru ofbeldi og upplýsum um slíka hegðun ef við verðum vör við slíkt.
  • Við gerum okkur grein fyrir því að orðspor Tandur er mikilvægasta eign fyrirtækisins og við leggjum okkur fram við að vernda það og bæta.
Ekki er til valinn fjöldi af valdri vöru