Skilmálar Tandur hf. |
Upplýsingar um seljanda |
Tandur hf. |
kt: 620695-2119 |
Hesthálsi 12 |
110 Reykjavík |
510-1200 |
tandur@tandur.is |
VSK-númer: 47042 |
Almenn ákvæði |
Skilmálar þessir gilda um kaup á vöru í vefverslun Tandur hf. Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur Tandur annars vegar og kaupanda vöru hins vegar. |
Verð á vefsíðu eru án virðisaukaskatts og eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur og prentvillur. Tandur áskilur sér rétt til að hætta við pantanir í heild eða að hluta ef vara er uppseld eða rangt verð gefið upp. |
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara. |
Vöruafhending til fyrirtækja |
Höfuðborgarsvæðið: Pantanir sem berast fyrir kl. 14:00 eru afgreiddar næsta virka dag eftir að pöntun berst að því gefnu að vara sé til á lager. Í neyðartilvikum eru vörur afgreiddar samdægurs ef mögulegt er. |
Landsbyggðin: Pantanir utan höfuðborgarsvæðisins eru afgreiddar alla virka daga fyrir kl. 11:00 í gegnum flutningsmiðstöðvar í Reykjavík. |
Vöruafhending til einstaklinga í staðgreiðslu Ef pöntun er ekki sótt innan 5 virkra daga er gerður kreditreikningur og pöntun felld úr gildi.
|
Sendingarkostnaður |
Sendingarkostnaður bætist við verð pöntunar í lok kaupferils ef pöntunin er lægri en 25.000 kr. án vsk innanbæjar. Sendingarkostnaður er 2.800 kr án vsk. |
Sendingarkostnaður út á land (með Samskip, Landflutningum) bætist við ef pöntunin er lægri en 50.000 kr án vsk. Sendingarkostnaður er innheimtur af Samskip.
Hægt er að velja um að sækja vöru og eru upplýsingar um opnunartíma vöruafgreiðslu á vefsíðunni (hér). Ef vara er ekki sótt innan 5 virkra daga er gerður kreditreikningur og pöntunin felld úr gildi.
Vörur til einstaklinga í staðgreiðslu fást ekki sendar. |
Vöruskil |
Athugasemdir vegna reikninga, vöruskemmda, ranglega afgreiddrar vöru, vöruvöntunar eða ástands vöru þurfa að berast til þjónustuvers Tandur eða í tölvupósti til tandur@tandur.is innan 10 daga frá dagsetningu reiknings, annars telst reikningur, svo sem magn og ástand vörunnar samþykktur. Vöru fæst eingöngu skilað sé hún ónotuð og í upprunalegum óskemmdum umbúðum.
Tandur gefur sér 5 virka daga til leiðréttingar reikninga. |
Gallaðar eða rangt afgreiddar vörur utan höfuðborgarsvæðisins skulu endursendar með Landflutningum. Kreditreikningur er gerður þegar varan kemur í hús. |
Hafi vara skemmst í meðhöndlun starfsmanna þriðja aðila (t.d. flutningsaðila) eða ef misræmi er á milli fjölda afhentra vara og vöruskjals, þarf móttakandi vöru að gera athugasemd við flutningsaðila við vöruafhendingu. |
Ábyrgðarskilmálar Ábyrgð véla og búnaðar keyptum af Tandur er eitt ár, nema annað sé tilgreint við kaup. Ábyrgð fellur niður ef bilun má rekja til illrar eða rangrar meðferðar. Ábyrgðin nær ekki til eðlilegs slits á búnaði eða notkunar á rekstrarvöru.
Viðgerðir vegna ábyrgða skulu fara fram á verkstæði Tandur. Flutningskostnaður til og frá verkstæði fellur ekki undir ábyrgð. Ábyrgð á búnaði fellur niður ef viðgerð eða tilraun til viðgerðar hefur verið gerð af öðrum Tandur, búnaðurinn hefur þolað ranga meðferð, misnotkun eða orðið fyrir hnjaski eða átt hefur verið við búnaðinn þannig að skemmd hefur hlotist af.
|
Reikningsviðskipti |
Gjalddagi reiknings fer eftir viðskiptaskilmálum á milli Tandur og viðskiptavinar. Dráttarvextir falla á reikninga sem greiddir eru eftir eindaga, í samræmi við lög nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, með síðari breytingum. Við vanskil reikninga reiknast dráttarvextir frá eindaga til greiðsludags. Athugasemdir vegna útgefinna reikninga skulu berast til Tandur innan 10 daga frá útgáfudegi reiknings. Verði ágreiningur um fjárhæð reiknings er viðskiptavini einungis heimilt að bíða með greiðslu á þeirri fjárhæð sem raunverulegur ágreiningur er um. |
Vefverslun og mínar síður |
Viðskiptavinur hefur heimild til að stofna undiraðgang að mínum síðum fyrir aðra notendur gegnum notendastillingar á mínum síðum. Þar má veita fullan aðgang, bókhald, innkaup eða innkaup takmörkuð.
|
Viðskiptavinir bera að öllu leyti ábyrgð á að uppfæra og viðhalda lista yfir virka notendur með aðgang að mínum síðum fyrir sinn viðskiptareikning/fyrirtæki.
|
Viðskiptavinir bera ábyrgð á að óvirkja sína notendur sem ekki eiga að hafa lengur aðgang að kerfinu.
|
Notendum er heimilt að nota sinn aðgang til innskráningar en er óheimilt með öllu að deila aðgangs- og innskráningarupplýsingum sínum með þriðja aðila.
|
Tandur ber ekki ábyrgð á tjóni sem kann að verða vegna notkunar þriðja aðila og notkunar / misnotkunar þeirra á mínum síðum.
|
Viðskiptavinur ber ábyrgð á að fara eftir gildandi lögum og reglum er varðar heimildir til innkaupa.
|
Viðskiptavini ber að tilkynna Tandur verði hann þess vís að hann hafi aðgang að kaupum á vörum sem honum er óheimilt að versla samkvæmt gildandi lögum og reglum. |
Viðskiptaskilmálar Tandur |
Gjalddagi er úttektarvika + 5 dagar nema um annað sé samið. Sé greitt eftir gjalddaga reiknast vextir frá og með gjalddaga sem og innheimtukostnaður. |
Berist greiðsla ekki á gjalddaga áskilur Tandur sér rétt til að stöðva frekari úttektir þar til full skil hafa verið gerð. |
Viðkomandi fyrirtæki þarf að vera í áhættuflokki 1 - 5 skv. CIP áhættumati Creditinfo. Viðkomandi fyrirtæki sé ekki á vanskilaskrá Creditinfo. |
Fari fyrirtæki í CIP 8 - 10 eða ef það lendir í alvarlegum vanskilum, er Tandur heimilt að breyta greiðslufyrirkomulagi í staðgreiðslu án frekari fyrirvara. |