Karfa

Eyða körfu

 

Umhverfisstefna Tandur

  • Að öll starfsemi fyrirtækisins sé í sátt við umhverfið og mannfólkið.
  • Að viðskiptavinir Tandur geti treyst því að fyrirtækið sýni gott fordæmi og uppfylli viðeigandi kröfur vegna umhverfismála.
  • Að endurnýta stóran hluta plastumbúða sem viðskiptavinir skila til okkar eftir notkun: 200 lítra tunnur og 1000 lítra tanka.
  • Að hafa samvinnu við viðskiptavini um að lágmarka áhrif hreinlætisvara á umhverfið með því að tryggja rétta skömmtun/notkun þeirra (m.a. sérhæfðar skömmtunardælur í því skyni að tryggja rétta skömmtun hreinsi- og sótthreinsiefna, hreinlætispappírs, o.fl.).
  • Að fræða starfsfólk fyrirtækja og stofnana um rétt vinnubrögð (lágmarka efnisnotkun, orkunotkun, slysahættu ofl).
  • Að vinna stöðugt að umbótum á sviði umhverfismála og mengunarvarna og fara að gildandi lögum og reglum um þá málaflokka.
  • Að bjóða fjölbreytt úrval af umhverfisvottuðum hreinlætisvörum og leitast sífellt við að auka hlutdeild slíkra vara í vöruúrvali fyrirtækisins.

 

Umhverfisverkefni sem Tandur er þátttakandi í

  • Tandur hf. er þátttakandi í viðamiklu verkefni á vegum Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð (www.festasamfelagsabyrgd.is). Verkefnið felur í sér að þátttakendur leitast við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif með markvissum aðgerðum.
  • Tandur og Kolviður hafa gert með sér samning um að Kolviður kolefnisjafni útblástur á koltvísýringi (CO2) frá öllum sendibílum fyrirtækisins.
  • Tandur hefur gert samning við ARK eða Klappir um að reikna út „kolefnisfótspor“ fyrirtækisins. Með því næst yfirsýn yfir áhrif rekstursins á umhverfið. Viðskiptavinum mun þá standa til boða að fá samantekt yfir kolefnisfótspor fyrir þær vörur sem þeir versla hjá fyrirtækinu.

Uppþvottaefni Tandur fá Svansvottun

Árið 2018 fékk Tandur hf. Svansleyfi fyrir eigin framleiðslu á uppþvottaefnum fyrir atvinnueldhús. Um er að ræða þrjár vörur, uppþvottaefnin ECO Plús og QED Plús ásamt eftirskolunarefninu ECO gljáa.

 

Svansvottun gerir strangar kröfur um efnainnihald og notkun hættulegra efna. Ofnæmisvaldandi ilmefni, þekkt krabbameinsvaldandi efni eða hormónatruflandi efni eru bönnuð. Skoðaðir eru allir þættir lífsferils vörunnar þar sem efnainnihald og umhverfisáhrif hvers þáttar er metið. Svanurinn herðir kröfur sínar reglulega og þess vegna eru Svansmerktar vörur í stöðugri þróun og aðlögun. 

 

Íslensk umhverfisvottuð framleiðsla hefur meðal annars umfram samskonar innflutta vöru að kolefnisfótspor eru færri þar sem flutningsþátturinn vegur mun minna.

 

Ekki er til valinn fjöldi af valdri vöru