Nocospray 10-1000 m3
Nocospray tæki til sótthreinsunar
- Nocospray nýtist til sótthreinsunar á hörðum yfirborðum í ýmsum aðstæðum.
- Nocospray tæki meðhöndlar 10 til 1.000 m3 rými
- Allar stillingar eru á snertiskjá
- Sterkt, nett og létt (6kg)
Hvernig virkar Nocospray?
Nocospray er tækjabúnaður og tilheyrandi lausn af vetnisperoxíði til sótthreinsunar; Nocolyse One Shot. Nocospray tækjabúnaðurinn myndar vetnisperoxíð gas ásamt silfurjónum sem dreifist um viðkomandi rými á fljótlegan og öruggan hátt = engin yfirborð verða út undan. Með Nocospray búnaði og Nocolyse efni næst framúrskarandi sótthreinsun á hörðum yfirborðum, þ.e. minnkun sjúkdómsvaldandi örvera > 6 log (99,9999%). Sem dæmi um örverur sem tækjabúnaðurinn vinnur á má nefna Clostridium difficile (C. diff.), MÓSA bakteríur (MRSA) og nóróveirur. Allt eru þetta hættulegar sjúkdómsvaldandi örverur sem eru m.a. algengar á heilbrigðisstofnunum.
Hvar nýtist Nocospray?
- Sjúkra- og legurýmum
- Skurðstofum
- Hótelherbergjum
- Skólastofum
ATH! Nocospray má nota á öll hörð yfirborð, m.a. á viðkvæman tækjabúnað, án þess að hætta sé á skemmdum (s.s. tæringu).